Ráðgjöf

Ert þú að koma fyrirtæki á laggirnar, vöru í sölu eða að vinna að stefnumótun fyrir þitt svæði?

Premia aðstoðar einstaklinga, sveitarfélög og fyrirtæki við að ná auknum árangri á sínu sviði. Við tökum sérstaklega vel á móti minni einingum og jaðarhópum/svæðum sem vilja ná betri tökum á sinni stefnumótun með árangur til framtíðar í huga.

Við viljum vinna okkar verkefni vel og með markvissum hætti til að þau skili þeim árangri sem stefnt er að. Innan okkar teymis er víðtæk reynsla og þekking á aðferðafræði verkefnastjórnunar.

Okkar sérþekking er á sviði ferðaþjónustu en það er okkur sérlega hugleikið að skapa atvinnu á landsbyggðinni og stuðla að jákvæðri uppbyggingu. Hluti af okkar þjónustu er að koma á svæðisbundnu skipulagi ferðaþjónustu þar sem árangur kemur meðal annars fram í:

 • Sterkari ímynd svæðisins (place branding, regional branding)

 • Auknu verðmæti úr svæðisbundinni sérstöðu

 • Aukið samstarf, innan svæðis og milli svæða

 • Lengri dvalartíma gesta á svæðinu

 • Grunni fyrir frekari nýsköðun og vöruþróun

 • Betri heildarsýn og skýrari framtíðarsýn svæðis

 • Markvissri uppbyggingu til framtíðar 

Við aðstoðum fyrirtæki við:

 • Skipulagningu verkefna

 • Innleiðingu vottunar 

 • Stefnugerð og verkferla
 • Mótun kynningarefnis og samfélagsmiðla

  …og svo ótal margt fleira