Fjaraðstoð

Vantar þig fleiri tíma í sólarhringinn?

Það getur verið að þér finnist þú vera að drukkna í verkefnum og að stór hluti vinnutímans fari í verkefni sem þér þykir ekki sérlega áhugaverð en þarf að inna af hendi samt sem áður. Með því að útvista verkefnum ertu að skapa þér meiri tíma til að gera það sem þú gerir best og þér þykir skemmtilegast – og að sjálfsögðu að auka viðskiptin.

Hægt er að úthýsa vel flestum verkefnum og við erum hér til að létta undir með þér, aðstoða þig við að skilgreina verkefnin og setja þau í gott ferli. Þetta geta verið verkefni eins og skráning viðskiptavina, útsending fréttabréfa, bloggskrif,utanumhald um samfélagsmiðla og vefsíður, hvers kyns upplýsingaöflun, skjölun o.s.frv. Það er meira að segja  hægt að úthýsa tölvupóstinum og dagbókarutanumhaldi. Lykillinn er að þú þarft að vera tilbúin(n) til að láta verkið af hendi, finna rétta aðilann, sem þú treystir til að sinna verkefninu og láta svo vaða.