Okkar þjónusta

Fjaraðstoð

Vantar þig fleiri tíma í sólarhringinn?
Með því að útvista verkefnum ertu að skapa þér meiri tíma til að gera það sem þú gerir best og þér þykir skemmtilegast – og að sjálfsögðu að auka viðskiptin.

Ráðgjöf

Ert þú að koma fyrirtæki á laggirnar, vöru í sölu eða að vinna að stefnumótun fyrir þitt svæði?  Hafðu samband og sjáum hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Við erum Premia

Um okkur

Premia ehf er nýtt og ferskt skapandi þjónustufyrirtæki. Við sérhæfum okkur í skipulagningu, stöðugreiningu, stefnumótun og verkefnastjórnun en við höfum góða þverfaglega þekkingu og reynslu á þessum sviðum.

Við viljum aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að ná markmiðum sínum með því að:

  • Aðstoða viðskiptavini okkar við að skilgreina markmið sín
  • Byggja ráðgjöf okkar á þekkingu og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi
  • Bjóða upp á sérsniðna þjónustu sem hentar hverjum og einum
  • Vera annt um náungann og stuðla að uppbyggilegri samvinnu til jákvæðra breytinga í samfélaginu

Við höfum ávallt fagmennsku og vinalegt viðmót að leiðarljósi og sníðum þjónustuna að þínum þörfum. Við kunnum ótal ráð til að láta drauma þína rætast og skapa ógleymanlegar minningar.

Balú Wraps & Sweets

Hafið þið hitt Balú?

Hver er Balú?

  • Balú er dásamlegur matarvagn sem við komum á laggirnar vorið 2017
  • Hann bjó í Mývatnssveit sumarið 2017 þar sem hann þreytti frumraun sína í matsölu
  • Í Balú er hægt að fá vefjur með gómsætu hráefni sem fæst meðal annars beint af býli
  • Einnig er þar að finna vöfflur, hverabrauð, bestu hjónabandssælu sem við höfum smakkað, kaffi og bara það sem okkur dettur í hug hverju sinni
  • Balú býr í Reykjavík í vetur en mætir aftur og tvíefldur í Mývatnssveitina fögru sumarið 2018